20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

13. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Eg hefi engu við að bæta fram yfir það, sem í nefndarálitinu stendur. Ágreiningur hefir verið lítill í nefndinni. Það er kunnugt, að í ýmsum héruðum hafa menn æskt slíkra breytinga sem þetta frumvarp hefir að geyma, og taldi nefndin, að breyting í þessa átt mundi auka vinsældir laganna. En það þótti nefndinni vel til fallið, að leitað yrði eigi að síður álits sveitarstjórna og sýslunefnda um málið.