08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

113. mál, kosningar til Alþingis

Framsm. minni hl. (Magnús Kristjánsson); Hæstv. ráðherra (S. E.) vitnaði til orða minna, að eg hefði sagt, að við kjördæmaskipun ætti að taka hæfilegt tillit til fólksfjölda og staðhátta. Þetta er rétt haft eftir. En jafnframt tók hann það fram, að ekki væri hægt að finna neina frumreglu fyrir kjördæmaskipun. Mér finst, að með 7. gr. frumv. sé fundin sú frumregla, er vel megi við una.

Út af þessu vil eg leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðherra, hvort hann telji ekki heppilega kjördæmaskipun þá, sem bygð er á grundvelli þeim, er felst í frumv.?

Annars álít eg ekki heppilegt, að ráðherra fari að blanda sér mikið í þetta mál; eg hefði helzt búist við, að honum, stöðu sinnar vegna, væri öðrum fremur umhugað um það, að hver borgari þjóðfélagsins fengi notað til fulls koaningarrétt sinn.

Nú er svo komið, að kjördæmi með 1700 kjósendum hefir jafna fulltrúatölu, sem annað kjördæmi með 200 kjósendum. Allir hljóta að sjá, að þetta er hið mesta misrétti, og því verður ekki neitað, að frumv. bætir mikið úr því.