20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (742)

13. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Þórarinn Benediktsson:

Háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) bar það fram, að eg væri andvígur bjargráðasjóðslögunum. (Sigurður Sigurðsson: Austfirðingar yfir höfuð, sagði eg). Eg veit ekki, hver hefir gefið honum ástæðu til þess, nema ef vera skyldi háttv. 2. þm. N.-Múl. J. J.), sem talaði á móti stefnu bjargráðasjóðalaganna. Að minsta kosti hefi eg ekki gjört það. Eg skal játa, að eg hefi orðið var við það, að á Austfjörðum eru menn fremur trúlitlir á, að bjargráðasjóðslögin korni að tilætluðum notum.

Eg skal engu um að spá, hvort þau geri það ellegar ekki. Eg vil láta það sýna sig og vil ekki ganga inn á breytingar, sem gjöra lögin ennþá ólíklegri til þess að ná tilgangi sínum. Eg tek það fram enn, að ef þetta frv. nær fram að ganga tel eg lögin mun ólíklegri til þess en áður. Að öðru leyti skal eg ekki fjölyrða um málið.