15.07.1914
Neðri deild: 12. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

22. mál, vegir

Einar Arnórsson:

Það hafa heyrst raddir um það, að vegurinn austur um sýslur hafi verið illa gerður í upphafi, og alls ekki hæfur fyrir fartæki þau, er nú tíðkast, vagna og bifreiðar, og þetta er víst hárrétt. En af því leiðir þá það, eina og jafnvel háttv. þingmaður S.-Þingeyjarsýslu (P. J.) viðurkennir — og er hann þó ekki sérlega hlyntur okkur flutn.m. í þessu máli, — að það er óhjákvæmilegt, að endurbyggja veginn. Ef það væri gert og það svo, að þá væri betur en áður og vegurinn fyllilega nothæfur, þá get eg viðurkent, að þessi beiðni sýslubúa væri ekki alveg jafnnauðsynleg og áður.

Háttv. þingmaður S.-Þing. (P. J.) nefndi járnbrautina í sambandi við þetta mál. Vér vitum nú ekki, hve lengi verður að bíða eftir henni, svo að það er ekki rétt að setja hana í samband við þetta mál. Hún hefir að vísu nokkurt fylgi, en margir eru henni líka mjög mótfallnir. Vér vitum ekki einu sinni, hvort nokkurt fé fæst á þessu þingi til þess, að unt verði að halda áfram nauðsynlegum rannsóknum á því máli.

Þá breiddi háttv. 2. þingmaður S.-M. (G. E.) sig út yfir málið og tafði tímann með sínum venjulegu sparnaðarprédikunum út í loftið, sem honum eru svo munntamar. Hann brá Árnesingum um brutl og sagði, að þeir vildi fá alla sína vegi lagða af landsfé og sjálfsagt góða fúlgu að auki. Það var nú lítið um rök fyrir þessu hjá honum, og hefir hann loks í vandræðum sínum farið að »stúdéra« þingmálafundargerðir úr Árnessýslu, sem hér liggja frammi á lestraratofu alþ., en auðvitað ekki fundið þessu stað þar, heldur hefir einhver náungi stungið þessu að honum af kerskni til þess að láta hann hlaupa með það. Hann hefði varla farið svona hverft á móti frumv., ef það hefði farið fram á einhver hlunnindi handa S.-Múlas. t. d. til Fagradalsbrautarinnar, og skal eg ekki lá honum það, því að það er vorkunn þótt hver dragi nokkuð taum síns kjördæmis, en hann má ekki vera svona einsýnn óðara en en komið er út fyrir sýslu hans. Annara var hann nú ekki slyngur í »nalogi«-ályktunum mínum heldur en vant er, þegar hann fór að minnast á Fagradalsbrautina, því að eg hygg, að það sé ekki nema eitt smákauptún og héraðið þar upp af, sem , nota hana.

En hitt er öllum ljóst, að vegurinn, sem hér er um að ræða, tengir saman höfuðstaðinn og stærstu héruð landsins, og auk þess nota hann allir þeir, sem ferðast um Suðurlandsundirlendið og þeir eru ekki fáir. Það áttu að vera góð og veigamikil rök hjá honum gegn frv. að vegirnir yki verðmæti landsins, er þeir liggja um. Það er rétt, að þessum sveitum er hagræði að vegunum, en af því leiðir ekki endilega það, að þær eigi einar að annast um viðhald þeirra. Það væri ekki nema rétt og sjálfsagt, ef þær einar hefði aðalgagnið af þeim, en þar sem það gagn dreifist á helming allra landsmanna, þá er það ranglæti, og þó einkum nú, síðan farið var að nota flutningatæki, sem áður vóru hér óþekkt og spilla vegum afarmikið. (Guðm. Hannesson: Sama á sér stað í Eyjafirði). — Það getur verið. Eg er ekki svo kunnugur þar, að eg geti um það borið, en ef svo er, þá sýnir það ekkert annað en það, að þá eiga Eyfirðingar líklega sömu sanngirniskröfu og Árnesingar til þess, að af þeim sé létt viðhaldsbyrðinni. — Það er auðvitað gott, að útlendingar fari um vegina, en það er ekki gott, að þeir spilli þeim, sérstaklega kemur það hart niður á þá, er halda eiga þeim við, ef þeir hafa verið illa gerðir frá upphafi.