11.07.1914
Neðri deild: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (816)

34. mál, friðun fugla og eggja

Jóhann Eyjólfsson:

Eg vil lýsa yfir því, að eg styð eindregið tillögu háttv. þm. Dal. (B. J.) og eg óska, að hugir sem flestra hv. deildarm. beinist í þá sömu átt. Það fer svo fjarri því, að eg vilji, að slík skaðræðisdýr sem refurinn er eða örninn sé friðuð í 5 ár, að eg vil ekki einu sinni að þau sé friðuð í 5 mínútur. Slíkir gripir eiga að vera gersamlega réttlausir og réttdræpir hvar og hvenær, sem til þeirra verður náð. Eg skal ekki fjölyrða um það, hvað mikið tjón örninn gerir, það er alt af eitthvað, en hitt vil eg leggja áherzlu á, að hann gerir aldrei neitt gagn. Og það, sem er ávalt til ills og til einskis annars en ills, það á engan tilverurétt. Í sveitunum þykir mönnum vænt um þá hugsun, sem fer í þá átt að reyna að útrýma sem rækilegast þessum óargadýrum. En sú stefna að friða rándýr, og það jafnvel refi, einstökum mönnum til hags, er afar hættuleg og ákaflega óþokkuð í sveit hjá öllum er fé eiga, sem háð er ránstönnum þessara grimmu dýra.

Eg vona þess vegna, að frumvarpið verði tekið til greina og fái góða meðferð í þinginu.