27.07.1914
Neðri deild: 22. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

27. mál, forðagæsla

Einar Arnórsson:

Það er rétt, sem háttv. 2. þm. N.-Múl. (J. J.) segir um þessa tilætlun okkar. Hann talaði við mig um þetta. En eg er ekki viss um, að hann hafi gætt þess, að í breyt.till. er prentvilla. Þar stendur: »með ráði forðagæzlumanns eða forðagæzlumanna«, í staðinn fyrir »forðagæzlumanna« í síðari staðnum. Og meiningin er, að oddviti sé með í ráðum, auk forðagæzlumanns. En ef þetta þykir svo óskýrt, að það geti valdið misskilningi, þá er nefndin fús á að breyta því. Hún mun taka þetta til íhugunar, og eg vænti þess, að það verði ekki látið verða því til fyrirstöðu, að málið gangi til 3. umr.