03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (892)

87. mál, friðun á laxi

Jóhann Eyjólfsson:

Þegar verið er að semja lög um breytingar, sem eiga að fela í sér hagsmunavon fyrir minni eða stærri hluta landsmanna, þá verða menn jafnan að hafa það hugfast, að það sé ekki gert á kostnað annarra. Og ef útlit er fyrir, að eins margir, eða ef til vill fleiri, bíði skaða við breytingarnar, þá verður að standa alveg sérstaklega á, ef rétt er að gera þær.

Þetta frumv., eins og það var fyrst borið fram, á þskj. 54, hafði eflaust í sér fólgna hagsmunavon fyrir þá menn, sem búa við árósa, eða nálægt árósum, en það er víst, að það hefði haft öfug áhrif fyrir alla þá er ofar búa í landinu, og fram til dala við smá-árnar eða við kvíslar þær sem í þær falla.

Frumv. hefir verið breytt, og eins og það er orðað nú, er það náttúrlega miklu aðgengilegra en það var í fyrstu, en samt sem áður álít eg það á ýmsan hátt varhugavert og vil ráðleggja hv. deild að íhuga það sem bezt, áður en gengið er til atkvæða um það.

Eg hafði álitið, að aldrei ætti að slaka til frá ákvæðum lagfriðunarlaganna frá 1886, nema þá með því móti, að það væri þá bætt upp með öðrum friðunarákvæðum. Hér er farið fram á að gefa sýslunefnd Árnesinga alveg sérstakt vald í þessu efni, og með því álít eg að stigið sé hættulegt spor af þinginu, semekki er séð út fyrir, hvað langt getur leitt. Ef fleiri sýslur heimta sömu undanþágu, á þingið örðugt með að neita þeim um það, ef það hefir einu sinni gengið út á þessa braut. Eg skal ekki segja, hvað af þessu getur stafað í Árnessýslu, hvað mörgum það getur orðið til óhags þar, því að eg er þar ókunnugur, en það tel eg víst, að mörgum héraðsbúum þætti sér gerður skaði og óréttur með þessarri ráðstöfun. Og jafnvel þó að enginn skaði væri sýnilegur í fljótu bragði, þá gæti það samt sem áður orðið til mikils tjóns í framtíðinni, með því að stöðva framgang lagins og haft þannig ill áhrif á lagveiðina þegar frá liði. Því að það er áreiðanlegt, að hvað svo sem sýslunefndin samþykkir í þessa átt, þá verður það ekki til þess að draga úr lagveiðinni, heldur þvert á móti til þess að auka hana. Það verður þannig veiddur meiri lag, og það verður gert með því að stöðva laggönguna upp eftir ánum. Er því auðséð, hver hætta getur af þessu stafað.

Þetta friðunarákvæði er engan veginn einstakt. Sýslurnar geta með jafnmiklum rétti farið fram á að mega setja sérstök ákvæði um friðun fugla, bæði æðarfugla o. fl. Sjá allir að það væri varhugavert. Því að það er alveg víst, að ef sýslunefndirnar færi t. d. að breyta ákvæðunum um friðun álftarinnar, þá myndi þær gera það til þess að meiri tekjur fengist af álftaveiði, en ekki til þess að hefta dráp álftarinnar. Hvaða dýr sem í hlut ætti, þá myndi menn gera slíkar ráðstafanir í hagsmunaskyni, en ekki vegna friðunar dýrsins.

Eg verð þess vegna að ráða hv. deild frá að stíga þetta spor, en tel réttara, að haldið sé fast við þau ákvæði sem áður hafa gilt hér um. Eg álít, að hér megi ekkert slaka til, nema þá að það komi í móti, að friðun lagins verði aukin á öðrum sviðum, t. d. með því að veiðitíminn verði styttur að einhverju leyti.