08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (917)

115. mál, kaup á Þorlákshöfn

Bjarni Jónsson:

Eg ætlaði aðeins að geta þess, að eg hafði hugsað mér að greiða atkvæði með þessu máli til 2. umr., en eigi það að komast lengra, verður að breyta því, ef eg á að ljá því atkvæði. T. d. vil eg ekki skylda stjórnina til að hafa samið um kaup á jörðinni fyrir næsta nýár, og svo vil eg að það sé tiltekið í frv., hverri upphæð mestri stjórnin mætti til þessara jarðakaupa verja.

Í huga mínum er eg mikið fylgjandi þessu fyrirtæki, og vildi eg feginn geta greitt málinu atkvæði út úr deildinni, en til þess þyrfti að gera þessar breytingar, sem eg nefndi, og ef til vill fl. Eg mun fyrst styðja málið til 2. umr. Svo að tækifæri gefist til að koma með breytingartill.