06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

96. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Sigurður Sigurðsson:

Eg er að flestu leyti sammála háttv. þingm. Dal. (B. J.) um, að þetta frumv. sé heldur til bóta, og frá því sjónarmiði sé því ástæða til að samþykkja það.

Eg skil ekki röksemdaleiðslu háttv. framsögum. meiri hl. (M. Ó.). Hann vill láta fella frumv. nú, en gerir hina vegar ráð fyrir, að það verði samþykt á næsta þingi. Hví hefir nefndin þá ekki dregið að koma með álit sitt og tept málið þannig?

Eg held nú, að þetta smávegis »koketteri« í nefndarálitinu við Englendinga fari alveg fyrir ofan garð og neðan. Eg hefði kunnað betur við, að nefndin eða þá stjórnin ekki síður, hefði gert alvarlega gangakör að því, að komast í heppilegt viðskiftasamband við Englendinga. Það er vit í því. Hitt held eg að hafi sára lítið að segja fyrir tilverurétt vorn, hvort vér hækkum botnvörpuveiðasektirnar eða ekki.

Helzt hefði eg kosið, að frumv. væri tekið út af dagskrá, og ekki svo látið fara lengra að þessu sinni.