06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

96. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Framsögum. meiri hl. (Matthías Ólafsson):

Eg vil benda háttv. 1. þingm. Árn. (S. S.) á, að málið er ekki dautt, þótt tekið væri af dagskrá.

Háttv. þingmaður gerir lítið úr góðvild Englendinga. En svo mikið veit eg, að Englendingar hafa vakandi auga á, hvernig þeim er tekið, jafnvel hjá smáþjóðunum. Væri vel, að vér Íslendingar hefðum eins gát á því, sem oss varðar í löggjöf annarra þjóða. En um frumvarpið er það að segja, að illa fer á því, að mælast til vingunar og velvildar Englendinga með öðru munnvikinu, en vera þó með reiddan hnefann gegn þeim, ef svo má að orði kveða.