16.07.1914
Neðri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í B-deild Alþingistíðinda. (97)

58. mál, skipströnd

Framsögum. (Þorleifur Jónsson) :

Eg þarf ekki að fjölyrða um þetta mál, því að frumvarpið er ógnar¬lega einfalt og óbrotið. Háttv. stjórn hefir lagt þetta frv. fyrir þingið út af þingsályktunartillögu, sem eg bar fram og samþykt var hér í deildinni í fyrra, og sem fór fram á að bætt yrði úr þeirri óreglu, sem á sér stað um skipsflök, sem liggja í greinaleysi hingað og þangað í kringum strendur landsins. Nefndin hefir fallist á frumvarpið án þess að hafa nokkuð verulegt við það að athuga. Breytingartillögurnar, sem hún hefir leyft sér að koma fram með, eru að mestu leyti að eins til skýringar, en sama sem engar efnisbreytingar.

Eg vona að frumv. fái að ganga greið¬lega gegnum háttv. deild. Sé eg svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum, því að eg geri ráð fyrir að hv. deildarmenn hafi kynt sér frumvarpið, nefndarálitið og breytingartillögurnar, sem nefndin hefir komið fram með.