13.07.1914
Neðri deild: 10. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (993)

36. mál, friðun á laxi

Flutn.m. Einar Arnórsson:

Eg get verið fáorður um þetta frv. Það er fram komið fyrir beiðni laxveiðieigenda við Ölfusá og Hvítá og gengur í þá átt, að fella niður síðari málsgrein 1. gr. laga frá 19. febr. 1886 um friðun á lagi.

Eg vænti þess, að deildin taki frumv. vel. og sé ekki ástæðu til að skipuð verði nefnd í það, enda mun nú vera nóg að starfa.