13.07.1914
Neðri deild: 10. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (997)

36. mál, friðun á laxi

Benedikt Sveinsson:

Háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) hafði á móti 36 stunda friðuninni, af því að hún hefði ekki borið sýnilega ávexti. Hvernig átti hún að bera sýnilegan ávöxt? Hefir þm. skrá yfir, hve margir laxar hafa gengið í árnar fyrr og síðar og hve margir hafa einmitt sloppið á þessum friðunartíma um helgar? Það er ómögulegt að heimta neina »sýnilega ávexti« í þessu efni. Þetta minnir mig á, að sami háttv. þm. vildi í fyrra gera ráðstafanir til að meta líf allra refa á landinu til peninga.

Annars verð eg að benda háttv. þm. á það, að það eru fleiri ár en Ölfusá, sem hér koma til greina, þótt háttv. 1. þm. Árn. sjái ekki annað en Árnessýslu fyrir sér í þessu máli — og er það ekki ný bóla. En líkt stendur á víðar, þar sem Stórár renna, sem lagár falla í, svo sem Hvítá í Borgarfirði, eða þar sem margir eiga lönd að sömu ánni, svo sem Haffjarðará, Langá á Mýrum, Víðidalsá í Húnavatnsþingi. Enn má nefna Laxá í Þingeyjarsýslu, þar sem lag gengur langt inn í sveit og fjöldi manna á rétt til veiða.

Eg tók það fram áðan, að lög væri til um það, að ekki mætti girða lengra en út í miðja á, svo að það var óþarfi af háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) að vera að skýra mér frá því. Engu að síður er þessari girðing út í miðja á oft hagað svo, að lítið af laginum kemst fram hjá henni, því að dýpt, straumur og botnalag ræður því, að mestallur laginn gengur sumstaðar með öðrum bakkanum, eins og eg tók einnig fram áðan.

Eg skal til stuðninga mínu máli geta þess, að Englendingur nokkur, Mr. Loch, sem nokkuð var kunnugur á Laxamýri í Þingeyjarsýslu fyrir svo sem 40 árum, gizkaði á það í ferðabók sinni, að af 1000 lögum sem færi upp í Laxá, mundi ekki nema einn komast fram hjá laxakistunum frá Laxamýri. Raunar get eg ekki staðhæft að þetta sé allskostar rétt, hann hefir sjálfsagt ekki talið lagana, einsog hálfgert heyrðist á háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), að gert hefði verið í Árnessýslu, en þarna talar þó maður, sem séð hefir veiðitækin með eigin augum og nokkurt skyn hefir á málinu. Það virðist því full ástæða, vegna þeirra, sem ofar búa við árnar, að friða laxinn þessar 36 kl. stundir á viku. Líka er það sennilegra, að veiðarfærin verði með tímanum ennþá fullkomnari en nú er — og ennþá færri laxar sleppi fram hjá þeim.

Hitt er satt, sem háttv. þm. hafa sagt, að gildandi lög muni mikið brotin, en þar fyrir er ekki ástæða til að nema þau úr gildi, ef réttmæt eru, heldur ber þá að skerpa refsingarákvæðin og auka eftirlitið með sökudólgunum.

Eg geri ekki mikið úr því, þótt ekki hafi verið hreyft miklum mótmælum á þingmálafundinum á Húsatóftum gegn þessari breyting. Getur margt borið til þessa. Ef til vill hefir þeim, sem ofar búa, verið lofað því, að lagveiði skyldi byrjuð seinna, ef menn fengi undanþágu frá því að taka girðingarnar upp um helgar. Allir sjá, að ef laginn er friðaður 36 kl. stundir á viku, þá komast fleiri lagar upp ána, heldur en ef kisturnar eru altaf niðri. Hitt skiftir og minna og vegur ekki á móti friðuninni um helgar, þótt veiðin byrji t. d. viku seinna en vant er, á þeim tíma, sem laggangan er e. t. v. varla byrjuð. Um slíka breyting þarf heldur ekki að gera ný lagaákvæði, því að það er einmitt á valdi sýslunefnda eins og nú stendur. Réttur þeirra, sem ofar búa, er skertur með þessari lagabreyting, ef hún kemst fram, og því vildi eg að þetta frumv. yrði felt.