02.09.1915
Efri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (1036)

111. mál, yfirskoðunarmenn landsreikninganna

Guðmundur Björnson:

Eins og jeg tók fram áðan, þá lít jeg svo á, að dagpeningar alþingismanna sjeu ekki of háir. En því verð jeg að halda fram, að það hafi aldrei verið tilætlunin, að gjalda þingmönnum kaup, heldur einungis fæðispeninga, þ. e. þann tilkostnað, er þeir þyrftu að hafa við setu sína á þingi. Háttv. deild hlýtur því, ef hún vill vera sjálfri sjer samkvæm, að samþykkja brtt. mína, eða að öðrum kosti samþykkja frv. það, er jeg mun bera upp, um lækkun á dagpeningum alþingismanna.