02.09.1915
Efri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (1038)

111. mál, yfirskoðunarmenn landsreikninganna

Kristinn Daníelsson:

Það er að eins örstutt athugasemd, sem jeg vildi gjöra. Ef mönnum getur ekki komið saman um þetta atriði, þá hygg jeg, að benda megi á meðalveg, sem best leysi úr vandanum.

Nefndin hefir lagt til að lækka úr 6 kr. niður í 5 kr., en brtt. háttv. 5. kgk. þm. (G. B.) vill hækka dagpeningana úr 6 kr. Jeg vildi leyfa mjer að benda á þann meðalveg út úr þessu, að fella báðar till. og láta standa till. háttv. Nd., sem leggur til að fæðispeningarnir sjeu 6 kr. á dag.