01.09.1915
Efri deild: 48. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

110. mál, landsreikningar 1912 og 1913

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Nefndin hefir komið fram með 3 brtt., og er gjörð grein fyrir þeim í nefndarálitinu. Í útgjaldalið 10 í frumv. er vantalin 1 kr., því að gjöldin voru kr. 32644,40 árið 1912 og kr. 7680,70 árið 1913. Samanlagt verður þetta kr. 40325,10, en ekki kr. 40324,10, eins og í frumv. stendur. Þá er það og athugavert, að til jafnaðar móti lántökum landssjóðs, er gjalda megin talið í frumv: að eins 250 þús. kr., en lánin voru 750 þús. kr., og eru þau talin tekju megin. Nefndin taldi sjálfsagt, að telja þá upphæð alla til jafnaðar móti lántökunum, og lækkar þá tekjuafgangurinn sem því svarar.