16.07.1915
Efri deild: 8. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1056)

9. mál, þingsköp Alþingis

Flutnm. (Guðm. Björnson):

Það er kunnugt, að stjórnarskráin nýja gjörir nauðsynlegar ýmsar breytingar á þingsköpunum, og því var það í fyrra, að borið var fram í háttv. neðri deild frumvarp til laga um breytingar á þeim. En það kom í ljós, að hjer var um mjög mikið vandaverk að ræða. Það var brýn nauðsyn að ýmsu öðru yrði breytt en því, er breyta þyrfti vegna stjórnarskrárinnar; því var það, að háttv. efri deild ályktaði að skora á stjórnina, að undirbúa málið og leggja frumvarp um ný þingsköp fyrir þingið nú. í sumar.

Þetta hefir stjórnin ekki gjört, og skal jeg ekkert fara út í það, hvers vegna hún hefir ekki gjört það, en það er ljóst, að núverandi stjórn gat ekki annað því á eins stuttum tíma og hún hefir setið á. stóli.

En með því að mál þetta er mjög áríðandi, hefir mjer og mörgum öðrum háttv. þingm. virst það vera nauðsynlegt, að skipuð væri nefnd í báðum deildum, til að athuga málið og bera fram tillögur um ný þingsköp. Hæstv. ráðherra. hefir borið fram sams konar tillögu í háttv. neðri deild, og var hún samþykt þar, og nefnd sú, er kosin var þar, hefir lýst sig fúsa til samvinnu við efri deild.

Jeg gjöri mjer von um, að háttv. deild samþykki tillögu þessa, og að nefndin verði kosin að þessari umræðu lokinni. Á þann hátt hygg jeg að málinu sje best borgið.