14.09.1915
Efri deild: 62. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

117. mál, lífsábyrgðarfélag

Steingrímur Jónsson :

Það hefir heilmikið verið talað hjer um kostnað í sambandi við þetta mál. En mjer virðist, að þessi háttv. þingdeild hafi litla hugmynd um, hvað þetta alt muni kosta. Jeg greiði dagskránni atkvæði mitt, fyrst og fremst vegna sjótryggingarinnar, og mjer þætti gott ef stjórnarráðið gæti gefið næsta reglulega Alþingi upplýsingar um, hve mikið undirbúningur alls þessa máls muni kosta. Það er óviðkunnanlegt, að sjá talað og greitt atkvæði um þetta mál, án þess að menn viti, hve mikið er hjer um að gjöra.