08.07.1915
Neðri deild: 2. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Ráðherra:

Að þessu sinni vil jeg ekki fara að ræða frumvörpin hvert út af fyrir sig, en geymi mjer rjett til þess síðar. Jeg vil leyfa mjer að biðja hæstvirtan forseta að taka þau á dagskrá og deildina til meðferðar.

Jeg skal svo leyfa mjer að gefa stutt yfirlit yfir fjárhag landsins við síðustu áramót. Eins og menn geta sjeð í fjárlögunum 1914–1915, er tekjuhallinn áætlaður kr. 316,723,85 En að svo komnu verður ekki sagt um, hvernig rætast muni úr um fjárhag landsins. Það kemur ekki fyllilega í ljós fyrr en eftir næstu áramót, þegar gjöldin eru öll innheimt.

Árið 1914 voru tekjur landssjóðs kr. 2,309,862,01. En í fjárlögunum sýnast tekjurnar hafa verið áætlaðar kr. 1,956, 235, svo að mismunurinn er kr. 353, 627,01.

Þessi tekjuauki stafar aðallega af því, að tollarnir hafa reynst meiri en þeir voru áætlaðir. .

T. d var útflutningsgjald

áætlað hvort árið kr. 150,000,00

en varð - 195,111,53

Mismunur kr. 45,111,53

Áfengistollur var áætl-

aður - 10,000,00

en varð - 30,539,31

Mismunur kr. 20,539,31

Tóbakstollur var áætl-

aður — 205,000,00

en varð — 224,45l,75

Mismunur kr. 19,451,75

Mestu munar á kaffi- og

sykurtollinum. Hann var

áætlaður - 415,000,00

en varð —- 525,010,34

Mismunur kr. 110,010,34

Vörutollur var áætlaður — 300,000,00

en varð — 345,222,53

Mismunur kr. 45.222,53

Svo eru ýmsar aðrar tekjur, sem hafa farið nokkuð fram úr áætlun, svo sem pósttekjur, símatekjur og aukatekjur. Ábúðar- og lausafjárskattur og húsaskattur hafa yfirleitt farið lítið fram úr áætlun.

Þá skal jeg snúa mjer að útgjöldunum 1914. Þau verða alls

kr. 2,580,816,63

En í fjárlögunum sýnast þau hafa verið áætluð kr. 2,119,144,63 Mismunurinn á milli áætlunarupphæðarinnar og tekjuupphæðarinnar verður því kr. 461,672,00 En þess ber hjer að gæta, að í útgjöldunum 1914 hafa verið greiddar 100,000 kr. sem hlutafje Eimskipafjelags Íslands og 100,000 kr. tillag til Landsbankans, samkvæmt lögum nr. 50, 10. nóv. 1913. Ef maður dregur þessar 200,000 kr. frá, þá yrðu útgjöldin fram yfir áætlun

kr. 261,672,00

En af þessari upphæð, sem útgjöldin fara fram yfir áætlun, hafa verið greidd ar eftir ýmsum lögum 258,054 kr. 34 au., svo að gjaldaáætlun fjárlaganna og útgjöldin standast nokkurn veginn á, þegar frá eru reiknaðar greiðslur eftir öðrum lögum.

Ef þessar 200,000 kr. eru dregnar frá gjöldunum 1914, þá verða þau

kr. 2,380,816,63

En tekjurnar voru, eins

og jeg nefndi áðan kr. 2,309,862,01

Mismunur verður því kr. 70,954,62 Samkvæmt frv. til laga um samþykt á landsreikningunum fyrir árin 1912 og 1913 hefir hreinn tekjuafgangur eftir fjárhagstímabilið 1912–1913 orðið

kr. 291;884,63

og ef maður hugsar sjer, að af þeirri upphæð yrði borgaður tekjuhallinn 1914, yrðu samt eftir kr. 220,930,01 Það er nú aðgætandi, að fyrst og fremst veit maður ekki, hvernig fjárhagur landsins verður framvegis, og svo er farið fram á fjárveitingu í fjáraukal. 1912–13 og 1914–1915, sem nemur samtals kr. 241,091,43, og ef það er dregið frá tekjuafganginum, sem er eftir reikningnum 1912–1913, þá verður tekjuhallinn kr. 20,063,42.

Í sambandi við þetta skal jeg leyfa mjer að. gjöra örstutta grein fyrir verðbrjefaeign landssjóðs og skuldum, sem hann stóð í við áramótin síðustu. Jeg skal geta þess, að hjer er ekki talin víxilskuld, sem landssjóður var í við Íslandsbanka, en hins vegar ekki heldur talin innieign í banka í New-York, en sú innieign er meiri en skuldin við Íslandsbanka. Verður væntanlega innan skamms gjörð grein fyrir störfum »Velferðarnefndarinnar«, er svo er nefnd, og í sambandi þar við verslunarráðstöfunum landssjóðs vegna styrjaldarinnar miklu. Jeg sný mjer þá að eignum þeim og skuldum, sem jeg nefndi. Það eru þá fyrst eignir viðlagasjóðs:

1. Innritunarskírteini fyrir 3½% ríkisskuldabrjefum í veðbandi fyrir I. og III. flokki veðdeildar Landsbankans

kr. 225.000,00

2. Innritunarskírteini fyrir 4% ríkisskuldabrjefum (í sama veðbandi)

kr. 90.000,00.

3. 4½% bankavaxtabréf af I. og II. flokki (í veðbandi fyrir III. fl. veðdeildar Landsb.) kr. 110,000,00

4. Skuldabréf sveitafjelaga og einstakra manna 3,3½, 4 og 4½%

kr. 1,480,057,93

Þetta verður samtals kr. 1,905,057,93

Þá eru næst verðbrjef, keypt fyrir lánsfje :

1. Bankavaxtabrjef, keypt fyrir lánið 1909 kr. 777,000,00

2. Bankavaxtabrjef; keypt fyrir lánið 1912 kr. 249,000,00

Samtals kr. 1,029,000,00

Öll verðbrjefaeign verður þá

kr. 2,931,657,93

Svo má hjer enn fremur telja eins konar hlutabrjef í Landsbankanum, keypt 1. júlí 1914 fyrir 100,000 kr:, og loks hlutabrjef í Eimskipafjelagi Íslands, svo að verðbrjefaeign landssjóðs er þá alls kr. 3,131,657,93

Þá kem jeg að hinum liðnum, skuldum landssjóða :

1. Lánið frá 1908 (4% vextir, afborgast á 15 árum). Það var við síðustu áramót kr. 333,333,33

2. Lánið frá 26. júlí 1909 til kaupa á bankavaxtabréfum III. flokks (vextir 4½%, afborgast á 30 árum)

kr. 1,225,000,000

3. Lánið frá 1. nóv. 1912 (4½% vextir, afborgast á 15 árum. Hafnarlán Reykjavíkur) kr. 433,333,32

4. Lánið frá 1. jan. 1913, tekið hjá lífsábyrgðarstofnun danska ríkisins til kaupa á bankavaxtabrjefum III. flokks (vextir 4½%, afborgast á 30 árum)

kr. 237,499,99

5. Lánið frá 1. nóv. 1913 til ritsímabygginga (vextir 4½%, afborgast á 30 árum) kr. 491,874,27 Skuldirnar verða þá samtals

kr. 2,721,040,91

Eins og jeg gat um áðan, var verðbrjefaeign kr. 3,131,657,93, svo að verðbrjefaeign landssjóðs fram yfir skuldir hefir numið við síðustu áramót

kr. 410,617,02.

Það verður því ekki sagt, að landssjóður eigi ekki fyrir skuldum, heldur þvert á móti, því að hann á töluvert fram yfir skuldir.

Þetta yfirlit yfir eignir og skuldir landssjóðs í árslok 1914 verður lagt fram á skrifstofuna, og geta þingmenn kynt sjer það þar betur.

Jeg sje svo ekki ástæðu til að orðlengja meira að sinni. Að eins skal jeg geta þess, að það er ástæða til að ætla, að tekjarnar verði nú nokkuð minni en undanfarin ár, vegna stríðsins, því að búast má við að töluvert minna verði flutt inn í landið af sumum vörutegundum en í venjulegu árferði. Væri sjálfsagt ástæða fyrir þingið að athuga það, þegar það gengur frá fjárlögunum.