16.08.1915
Neðri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (1112)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Þórarinn Benediktsson :

Það hafa þegar verið haldnar margar hátíðaræður á þessum eldhúsdegi Alþingis, og skal eg ekki lengja umræðurnar mikið. En mjer er svo sagt, að á þessum degi sje mönnum heimilt að bera fram fyrirspurnir til stjórnarinnar, viðvíkjandi ýmsum atriðum; sem þingmenn vilja fá upplýst. Eina og kunnugt er, var á seinasta þingi kosin nefnd, svokölluð Velferðarnefnd. Hún átti að vera stjórninni til aðstoðar í því að firra landið vandræðum, sem kynni að leiða af veraldaratriðinu fyrir það. Mjer og öðrum þingmönnum er lítið kunnugt um störf þessarar nefndar, eða hvernig því fje hefir verið varið, sem hún að sjálfsögðu hefir haft með höndum til þeirra dýrtíðarráðatafana, sem hún hefir gjört. Jeg veit raunar, að hún hefir útvegað vörur frá Ameríku og gjört ýmislegt fleira, sem talavert fje mun hafa gengið til. En engin skilagrein hefir verið gjörð fyrir þessu. Jeg tel það sjálfsagt, að þingið fái skýrslu um það, hve miklu fje úr landsjóði nefndin hefir varið og hvernig hún hefir varið því. Hæstv. ráðherra sagði um daginn, að þinginu mundi gefin slík skýrsla, og hefi jeg alt af verið að vonast eftir henni, en hún er ókominn enn þá. Nú mun vera í ráði að kjósa nýja velferðarnefnd, og býst eg við, að jeg tali þar fyrir munn margra, þegar jeg vænti þess, að fá að vita um störf gömlu nefndarinnar áður en kosning fer fram. Jeg skal svo ekki orðlengja þetta frekar, en vil beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra, hve nær þessi skýrsla komi, og hvort hún komi ekki áður en hin nýja velferðarnefnd verðar kosin, og hvort ekki verði lögð reikningaleg skilagrein fyrir þingið.