20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Forseti :

Í sambandi við þessa umræðu skal jeg geta þess, að stundum hefir verið hagað svo til að fjárlagafrumvarpinu hefir verið skift í kafla og þingmönnum leyft að taka tvisvar til máls um hvern kafla, og þá ef til vill 6 sinnum eða oftar við sömu umræðu frumvarpsins. Sú tilhögun virðist naumast í fullu samræmi við 36. gr. þingakapanna, er mælir svo fyrir, að engir aðrir en ráðherra og framsögumaður megi tala oftar en tvisvar við hverja umræðu. Til þess að fullnægt sje ákvæði þingskapanna, en þingmönnum þó gefist kostur á að tala tvisvar um hverja grein fjárlaganna, virðist liggja beinast fyrir að taka frumv. til umræðu í heild sinni ásamt öllum breytingartillögum. En ef einhver háttv. þingmanna vill gjöra stutta athugasemd um gæslu þingskapanna að þessu leyti, þá er það heimilt.