20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (1136)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Ráðherra:

Jeg vil geta þess, að jeg hygg, að ekki sje ráðlegt að víkja frá þeirri venju, er verið hefir, nema knýjandi ástæður sjeu til þess. Ef sú venja er á móti þingsköpunum, þá er rjett að leita afbrigða frá þeim.

Það er bersýnilegt, að miklu ljettara er að tala ekki um fjárlagafrv. í heild, því að það hefir að geyma mörg og óskyld málefni, eins og nokkrir háttv. þingmenn hafa rjettilega tekið fram. Jeg tel það enn fremur mjög mikið vafamál, hvort nokkur tími sparaðist með þessu, þótt talað væri um frumv. alt í heild.