20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Guðmundur Eggerz:

Jeg vil að eins taka það fram, að það er langt frá því, að tíminn styttist við þessa nýju tilhögun, því að ræðumenn myndu þá tala ,4–5 klukkutíma í hvert skifti. Auk þæs hefir nú verið eytt hálfum tíma til að þrefa um þetta.

Aðalatriðið fyrir mjer, er að fá sem best yfirlit yfir málin, og eins og hæstv. ráðherra hefir tekið fram, verður hver liður miklu betur athugaður eftir gamla fyrirkomulaginu. Auk þessa verður að athuga það, að þingmenn hafa haft lítinn tíma til þess að athuga álit fjárlaganefndarinnar, og þar sem við það bætist sá aragrúi af breytingartillögum, er fram hafa komið, þá vil eg eindregið

mæla með því, að gamla fyrirkomulaginu verði haldið.