20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (1138)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Sigurður Gunnarsson:

Jeg vil að eins taka það fram, út af því, sem háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) sagði, að það er mjög eðlilegt frá hans sjónarmiði, að taka fjárlagafrv. fyrir í einu lagi. Fjárlaganefndinni eru þessi mál orðin svo þaulkunnug, að hún þarf ekki að kynna sjer þau nánar; en okkur, sem ekkert höfum um þessi mál fjallað, er það engu síður nauðsynlegt að setja okkur sem best inn í þau.

Af þessum ástæðum verð jeg að vera því mjög fylgjandi, að gömlu reglunni verði fylgt, eins og að undanförnu, sem sje þeirri, að ræða frumvarpið í köflum.