23.08.1915
Neðri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (1196)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Framsögum. (Pjetur Jónsson):

Jeg býst við því, að þeir háttv. þm., sem talað hafa, sjeu búnir að vinna upp alla þolinmæði háttv. deildar. Þeir hafa nú, hver eftir annan, haldið sannnefndar framsöguræður. Jeg get því víst ekki bygt á mikilli þolinmæði manna, til þess að hlusta á röksemdir nefndarinn¬ar. Það hefir reynst svo, að menn hafa verið allókyrrir í sætum sínum, þegar aðrir en þeir sjálfir hafa verið að halda ræðu.

Ætlun nefndarinnar var sú, að vinna starf sitt á eins stuttum tíma og unt væri, með því þó að ganga sæmilega frá fjárlögunum. Hún vildi ekki að þing¬ið þyrfti fyrir hennar seinleika að tefjast lengi, eða verða kostnaðarsamara en brýn þörf krefði. Þetta var bein¬línis sparnaðaratriði hjá nefndinni. Aftur á móti virðist ekkert slíkt hafa vak¬að fyrir sumum þingmönnum, því að þeir hafa beinlínis tafið málið með meðferð sinni og löngum ræðum. Öll sú vinna, er jeg hefi lagt á mig sem skrif¬ari nefndarinnar, til þess að flýta fjár¬lögunum, er því unnin fyrir gíg.

Jeg kemst ekki hjá því, að minnast á ræðu hæstv. ráðherra og þakka honum fyrir, hvernig hann hefir metið við¬leitni nefndarinnar og tekið í tillögur hennar. Hann hafði ekki mikið út á þær að setja. Það voru að eins nokkur smáatriði, sem á milli bar. Jeg fer fljótt yfir sögu, og vona, að menn vor¬kenni það, þar sem áliðið er orðið. Hæstv. ráðherra fann að því, að nefnd¬in hafði fært niður styrkinn til afskrifta og ljósmyndunar fornskjala. En svo stóð á því, að nefndin vissi ekki, hvernig þessu starfi væri varið, hvort i raun veru væri unnið fyrir styrknum, hvað valið væri til afskriftar, hvort það væri tekið holt og bolt«, eða að eins þau skjöl, er mest væri um vert. Um þetta lá eng¬in skýrsla fyrir, og því færði nefndin fjárveitinguna niður. Þá mintist hann á styrkinn til útgáfu dómasafnsins, er nefndin leggur til, að feldur verði burtu.

Jeg skal fúslega kannast við það, að fyrir nefndinni er þetta bara hreint sparnaðaratriði. Það er fjarri því, að hún sje á móti þessum styrk, i sjálfu sjer, hún álítur verkið nauðsynjaverk, en eitt af þeim, er spara mætti að þessu sinni.

Þá mintist hann á sundurgreining nefndarinnar á listamannastyrknum. Nefndin talaði aldrei um það, sín á milli, hvort skoða ætti tillögu hennar um sundurliðun alveg bindandi, svo stjórnin. mætti hvorki hafa upphæðirnar hærri nje lægri, en jeg heyri það nú á háttv. nefndarmönnum, er talað hafa, að skoðanir þeirra eru skiftar um þetta atriði. Jeg get því ekki svarað fyrirspurn hv. ráðherra. En á upphæðunum virðist mjer það sjást, að ekki hafi verið til¬ætlunin, að færa styrki til einstakra listamanna mikið upp, en nefndin hafi viljað tryggja það, að þessir menn, er hún nefnir, gætu treyst því að hljóta ekki minni styrk, en í álitinu getur.

Jeg vona, að hæstv. ráðherra líti hlý¬legri augum á styrkinn til samvinnufjelaganna, þegar hann hefir athugað málið. Samvinnufjelaga hreyfingin, og þá einkum kaupfjelaganna, er merki¬legasta hreyfingin á þessu landi í um¬bótum á verslun, og hefir komið meiru til leiðar, beint og óbeint, til umbóta versluninni, en nokkuð annað, síðan verslunarfrelsið komst á. Jeg get því ekki annað sjeð, en það sje sjálfsagt að veita þennan litla styrk, þó ekki væri nema í viðurkenningarskyni. Og hæstv. ráðherra ætti að þekkja skaplyndi mitt svo vel, að hann vissi það, að jeg myndi ekki halda þessu máli svo mjög fram, ef hjer væri um eitthvert »hum¬bug« að ræða, sem vel mætti bíða.

Þá vjek hann að styrknum til Heimilisiðnaðarfjelagsins, en því hefir þegar verið svarað, svo að jeg get gengið fram hjá því.

Þá hafa nokkrir háttv. þm. minst á styrkinn til búnaðarfjelaganna. Eins og jeg hefi þegar tekið fram, þá má ekki skoða brtt. nefndarinnar öðru vísi en bráðabirgðaráðstöfun. Margir háttv. þm. hafa mælt á móti þessari brtt. En hugsun okkar var sú, að það væri ekki ósanngjarnt að nema styrkinn burtu þetta fjárhagstímabil, þar sem ágætt ár hefir verið fyrir bændur, en enginn skattur hefir verið lagður á gróða þann, er þeir hafa fengið vegna verðhækkunar þeirrar á afurðunum, sem orsakast hefir af Norðurálfuófriðnum. Og það var von mín, að bændur mundu ganga að þessu þegjandi og sjá sóma sinn i því að gefa þetta eftir nú, er þeir líta á þörfina á því að treysta fjárhaginn. Jeg áleit þetta heppilega tilraun í þá átt, hvernig sem niðurstaðan nú verður, er til atkvæða kemur. Jeg tel það of lítið að nema styrkinn að eins burtu annað árið, og mun því greiða atkvæði á móti brtt. háttv. 1. þm. Árn. (S. S.).

Háttv. 1. þm. Húnv. (G. H.) hefir minst á við mig utan fundar og mælst til þess, að nefndin legði ekki á móti styrknum til Blönduósbryggjunnar. Ef Húnvetningar vildu vinna það til, að burt væri numinn styrkurinn til Langa¬dalsvegarins annað árið og því fje, er sparaðist við það, yrði varið til bryggjunnar, þá gæti þetta komið til mála. Jeg hefi ekki átt kost á að ræða slíkt við nefndina, en býst við, að hún gjöri þetta ekki að neinu kappsmáli. Fyrir sjálfan mig get jeg lofað því, að greiða ekki atkvæði á móti bryggjunni i þetta sinn.

Þá verð jeg að minnast nokkuð á brimbrjótinn í Bolungarvík. Margir hv. þm. hafa látið þá skoðun i ljós, að veita ætti fjeð til. verksins skilyrðislaust. Jeg verð að álíta þetta hið mesta glapræði.

Það hefir verið fært til, að hreppur¬inn geti ekki lagt þetta fje á móti. En hvað gjörir sýslan? Þetta er uppgripa¬sýsla. Eða hvaða sönnun er það fyrir nyt¬semi fyrirtækisins, að sýslan vill að eina leggja fram 2000 kr. til verksins? Sýslumaðurinn sendi nefndinni brjef, sem er, segi og skrifa, þrjár línur! Hvaða áhuga lýsir þetta á fyrirtækinu? Jeg verð að álíta, að þetta fyrirtæki sje heimskulega stofnað, svo framarlega sem sýslan og hreppurinn treystir sjer ekki til að leggja fram fje til jafns, að minsta kosti, við landsjóð. Jeg vil taka til samanburðar veginn hjerna suður Hraunin til Keflavíkur. Til þess vegar hafa verið lagðar, eftir því sem mig minnir, 70–80 þús. kr. úr landsjóði og sömu upphæð hefir sýslan lagt fram, og sje jeg ekki, að í meira sje ráðist, þótt til þessa brimbrjóts komi frá sýslunni og hreppnum helmingur kostnaðarins, heldur þvert á móti Af vegi þessum eru engar beinar tekjur, en lendingar geta gefið beinar tekjur.

Háttv. 2. þm. S.-M. (G. E.) talaði um bryggjuna í Reyðarfirði. Hjer er ekki neitt að að finna. Það hefir verið tekið fram, að þar sem nefndin hefir lagt til, að veita meiri styrk að tiltölu en venja er til, þá er það eingöngu bygt á því, að landssjóður á landið i kring, svo að líklegt er, að það muni hækka í verði við þetta.

Jeg ætla að enda á smámáli, sem háttv. þm. N.-Þ. (B. S.) hefir hreyft, sem sje styrk til bóndana i Hrauntanga. Hann er ekki máli þessu kunnugri en jeg, og getur því ekki frekar um það borið. Í núgildandi fjárlögum er þessi styrkur 300 kr., f. á., en 100 kr. s. á. Styrkurinn var hafður hærri f. á. til þess, að ábúandinn gæti bætt húsa¬kynni sín og hýst ferðamenn. Þetta hefir verið gjört undir umsjón sýslu¬manns. En hinn árlegi styrkur var ætlaður 100 kr., og verð jeg að álíta það sæmilegan styrk, með því að vegurinn er alla ekki fjölfarinn. Nefndin gjörir þetta þó ekki að kappsmáli, en lítur svo á, að það muni hafa verið af vangæslu, er stjórnin setti þenna lið 300 kr. hvort árið.

Jeg ætla ekki að tala meira í þetta sinn, þótt skrifað hafi jeg niður athuga¬semdir um margt, sem fram hefir komið í umræðunum, og tel heppilegast, að svara með þögninni.