28.08.1915
Neðri deild: 45. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1229)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Framsögum. (Pjetur Jónsson) :

Jeg gleymdi í framsögu minni, að minnast á eina. brtt., sem nefndin hefir leyft sjer að koma fram með. Það er 8. brtt. hennar í röðinni og fer fram á það, að fjárveitingin til Hamarsárbrúarinnar verði feld burtu. Jeg gjöri ráð fyrir því, að nefndin mundi ekki hafa hróflað við þessum lið, ef það væri ekki samræmisins vegna. Þegar fjárlögin fóru hjeðan úr deildinni, þá stóðu þau með brú á Ólafsfjarðarós, sem var líkt á komið um og þessa brú. En háttv. Ed. hefir felt hana burtu. Nú þegar nefndin leggur það til, að samþykt verði almenn athugasemd, þess efnis, að stjórnin megi fresta brúargjörðum þeim, er í fjárlögnum standa, ef ástæða virtist til, þá virðist henni síður ástæða til þess, að taka nú upp nýjar brýr í fjárlögin og vill því samræmisins vegna fella þenna lið.

Háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) hefir nú komið með brtt. um það, að taka upp aftur styrkinn til brúar á Ólafsfjarðarós. Nefndin getur af sömu ástæðu og jeg gat um ekki greitt atkvæði með þessari brtt. En verði hún samþykt, þá býst jeg ekki við, að nefndin gjöri tillöguna um brúna á Hamarsá að miklu kappsmáli.

Þá skal jeg minnast á fáeinar brtt. frá einstökum mönnum — þó ekki allar, því að það yrði alt of langt mál. Á þgskj.892 er brtt. við 12 gr., um styrk til Magnúsar læknis Júlíussonar. Nefndin hafði haft þetta mál til athugunar áður, en ekki getað fallist á, að rjett væri að taka hana upp. Hún verður því að mæla á móti þessari brtt.

Um brtt. um Jökulsárbrúna er það að segja, að þar sem nefndin ræður frekar til þess, að hætta við brúargjörðir á þessu fjárhagstímabili, og hafði aldrei mælt með Jökulsárbrúnni, þá er hún því síður meðmælt fjárveitingunni nú. Hún hafði heldur ekki tekið neina beina afstöðu til þess, hvor brúin ætti að vera á undan, á Jökulsá eða Eyjafjarðará.

Þá hefir háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) lagt það til, að teknar sjeu upp í ljárlögin, í þjóðvegaliðinn, 3000 kr. til Öxnadalsvegarins. Þetta er í sjálfu sjer ekki ósanngjarnt, en nefndin verður að halda fast álit við sitt, enda ólíklegt, að þetta gengi 1 gegnum Ed., þótt það yrði samþykt hjer. Þá hefir háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) komið fram með brtt. um það, að fella burtu eitt atriði úr athugasemdunum við flóabátana. Nefndin er algjörlega á móti þessari brtt.; telur þvert á móti skilyrðið alveg sjálfsagt.

Þá er brtt. um það að fella dr. Alexander Jóhannesson burtu úr 14. gr. og flytja hann í 15. gr. Verði brtt. nefndarinnar, um að fella styrkinn burtu

ekki samþykt, þá virðist henni það hlýða betur, að hafa þenna styrk í 15. gr.

Þá hefir háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) lagt það til, að feldur sje burtu styrkurinn til þess að gefa út yfirsetukvennafræði. Þó að það sje ekki að tilhlutun nefndarinnar, að þessi fjárveiting er komin inn í fjárlögin, þá verður hún að telja hana svo sjálfsagða, að hún hlýtur að mæla á móti þessari brtt.

Þá hefir hæstv. ráðherra lagt það til, að þjóðmenjaverði verði veitt persónuleg launaviðbót. Meiri hluti nefndarinnar er þessari brtt. hlyntur.

Þá hefir háttv. þm. N.-Þing. (B. S.) lagt það til á þgskj. 890, að veita Einari Hjaltested 1000 kr. hvort árið, til þess að ljúka námi í sönglist. Meiri hl. nefndarinnar er þessari brtt. hlyntur, þótt hann hafi ekki gjört það að tilögu sinni. Jeg hefi kynt mjer þetta mál sjerstaklega að því leyti, að jeg hefi sjeð brjef frá sænskum prófessor, búsettum í New York, sem þessi maður býr hjá, til foreldra hans. Mjer finst það bera þess ljósan vott og vera trygging fyrir því, að hjer er um það söngmannsefni að ræða, að ilt væri að vita til þess, að hann gæti ekki fullkomnað hæfileika sína í þessa átt. Brjefið er alls ekki ritað í þeim tilgangi, að útvega fje úr landssjóði til þessa manns. Það er að eina vingjarnlegt brjef frá manni, er stutt hefir þennan unga og efnilega mann, og styður hann áfram, þótt sjálfur sje hann fátækur. Einar á þess enga úrkosti, að halda áfram náminu, ef landið styður hann ekki; hann verður þá annað hvort að hætta eða að liggja uppi á óviðkomandi mönnum.

Þá hefir háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) komið fram með tvær brtt. á þgskj. 882 og 879, hin fyrri um það, að fella burtu fjárveitinguna til (Guðm. Finnbogasonar, en hin til vara að lækka hana niður í 2000 kr. hvort árið. Meiri hlutinn er þessum brtt. mótfallinn, vill ekki láta hrófla við þessari veitingu úr því, sem hún er orðin.

Þá er brtt. á þgskj. 888, þess efnis, að færa athugasemdina við liðinn í sama horf og hún var, þegar fjárlögin fóru hjeðan úr deildinni. Jeg held, að þessi brtt. sje óþörf, þótt orðalag háttv. Ed. sje ekki alveg í samræmi við tilgang þann, er Nd. veitti fjeð í. Guðm. Finnbogason hefir nefnilega lýst yfir því við nefndina, að hann muni í engu breyta til frá því, sem meiningin hefir alt af verið, þótt athugasemdin sje orðuð svona. Þess vegna er þessi brtt. að mínu áliti alveg óþörf.

Þá hefir hæstv. ráðherra komið fram með brtt. um persónulega launaviðbót til Einara Sæmundsen skógvarðar. Nefndinni hafði borist beiðni þessa efnis, en sá sjer ekki fært að verða við henni og verður því að leggja móti þessari brtt. hæstv. ráðherra.

Þá hefir háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) lagt það til, að felt sje burtu úr athugasemdinni við fjárveitinguna til brimbrjótsins í Bolungarvík það ákvæði, að 1/3 komi á móti annarstaðar frá. Nefndin í þessari deild hafði haldið því fram, að hjeraðið ætti að leggja fram helming á móti landssjóði; það var felt hjer, en jeg vænti þess, að háttv. deild leggist ekki svo á móti báðum nefndunum, að hún samþykki þessa brtt.

Háttv. þm. Dal. (B. J.) hefir komið fram með brtt. þess efnis, að veita Bíldudalskauptúni lán til þess að koma upp hjá sjer rafveitu. Jeg býst ekki við því, að nefndin geti verið með þessari brtt. Það skilyrði fylgir henni, að verði hún feld, þá er það lagt til, að lánaheimildin til Húsavíkur falli líka niður. Þó að mjer sje ant um þetta lán til Húsavíkur, þá get jeg ekki fengið mig til þess að fara í hrossakaup við háttv. þm. (B. J.), og jeg er jafnvel fremur á móti brtt. hans fyrir þessa sök.

Þá er brtt. frá háttv. þm. Árn. (S. S. og E. A.), þess efnis, að setja inn aftur lánið til Miklavatnsáveitunnar. Nefndin er þessari brtt. hlynt.

Jeg hefi áður minst á, að jeg er fjárveitingunni hlyntur, og get því ekki greitt atkvæði á móti henni. Ef hún væri samþykt nú, þá ætti lánsheimildin til raflýsingar á Ísafirði einnig fá að standa. Auðvitað er hæpið, að hægt sje að lána nokkuð úr viðlagasjóði, en jafnfætis eiga þessar heimildir að standa í fjárlögunum.

Jeg hefi nú minst á hrafl af brtt. Nefndin telur ekki ástæðu til að segja fyrir fram, hvernig hún tekur öðrum tillögum einstakra manna. Mikið veltur þar á skýringum þeim, sem þeir gefa.