30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í B-deild Alþingistíðinda. (1272)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Hannes Hafstein:

Jeg vil að eins lýsa því yfir, að jeg mun greiða atkv. með varatillögunni á þgskj. 523. Ekki af því að jeg viti ekki að reksturskostnaðurinn við embættið hlýtur að hafa verið miklu meiri en 350 kr., heldur af hinu, að jeg álít það afar ósanngjarnt, eins og nú er komið, að láta embættismann fá þeim mun minni eftirlaun í elli sinni, því meiri kostnað sem hann hefir orðið að bera, til þess að standa vel í stöðu sinni sem embættismaður.