18.08.1915
Neðri deild: 36. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (1289)

112. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Framsm. (Magnús Kristjánsson):

Útgjöld þau, sem farið er fram á í frumv. þessu, stafa að sumu leyti af því, að upphæðir þær, sem veittar hafa verið í fjárlögunum 1912 og 1913, hafa reynst of lágar, og að sumu leyti af því, að bagalegt hefði verið að fresta þeim endurbótum, sem framkvæmdar hafa verið á fjárhagstímabilinu. Þess vegna er sjálfsagt að veita þetta. Margar þessar upphæðir eru í samræmi við það, sem endurskoðendur leggja til að leitað sje aukafjárveitingar fyrir, og þarf því ekki að fjölyrða um þær. Jeg hefi í rauninni engu við að bæta það, sem segir í nefndarálitinu, og með skírskotun til álits vors um athugasemdir við landsreikningana leggjum vjer til, að frumvarpið verði samþykt með breytingum þeim, sem gjörð er grein fyrir á þgskj. 351.