27.07.1915
Neðri deild: 17. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 597 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

33. mál, viðskiptabréfaógilding

Bjarni Jónsson:

Það er engu spilt þó að skipuð verði nefnd í málið, því engin töf verður, ef hún breytir engu. En Heimastjórnarflokkurinn, sem öllu ræður, hjer í þinginu, hefir ef til vill komið sjer saman um að kjósa enga nefnd. Jeg mun þó tefja tíma þingsins með því að láta greiða atkvæði um, hvort nefnd skuli vera eða ekki.