26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í B-deild Alþingistíðinda. (1336)

43. mál, verðlag á vörum

Sveinn Björnsson. Jeg hefi skrifað undir þetta mál með fyrirvara eins og sjá má á þgskj. 84. sá fyrirvari snertir ekki lögin sjálf; því að nefndin vill öll; að frumv. gangi fram óbreytt heldur vissar ástæður, sem liggja á bak við orðalag nefndarálitsins. Hv. fram- sögum:

(Þ. J.) sagði, að dálítill ágreiningur hefði orðið í nefndinni um það hve langt ætti að fara í því að heimila að ákveða verð á innlendum vörum, og mjér skildist svo á ræðulokunum hjá, honum, að lengra mætti ekki fara í því en svo, að orð nefndarálitsins væru þar regla. Þetta get jeg ekki fallist á, og tel eðlilegt og nauðsynlegt, að um það komi hjer og fram önnur skoðun:

Það er nú viðurkent af þingnefndinni í þessu máli, að nefndin, sem skipuð var í haust er leið, hafi farið gætilega að ráði sínu, og ekki gripið órjettlátlega inn í viðskiftalífið og frjálsa samkepni. Þess vegna eru þessi orð nefndarálitsins, sem miða að því, að takmarka verðlagsheimildina, ekki rjettlætt með því, þótt talað sje um, að ekki megi hindra viðskiftalífið á óeðlilegan hátt. Það hefir aldrei verið meiningin, og verður aldrei. Hitt er það, að það er varhugavert, að segja eins og hjer stendur í nefndarálitinu:

»Vjer getum nú ekki sjeð, að talsmál geti orðið um, að ákveða verðlag á þeim innlendum afurðum, sem ætlaðar eru beint til útflutnings — þar skapar heimsmarkaðarinn verðið, — enda getur það ekki náð nokkurri átt, að fara að setja neinar hömlur fyrir því, að framleiðendurnir megi selja vörur sínar því verði, sem boðið er í þær erlendis frá, svo að heimild um að ákveða verðlag á innlendum vörum á ekki og má ekki ná til annarra en þeirra kaupmanna, eða seljenda, er selja til neytslu í landinu, með uppskrúfuðu, óhæfilegu og óviðeigandi verði, frá því, sem þeir hafa borgað framleiðendum.

Þetta er skýrt betur, þar sem sagt er, að ekki sje ætlast til, að til þessa komi, nema þegar smásalar ná sjerstaklega miklum hagnaði, með því að skrúfa vöruverð óeðlilega mikið upp. Jeg álít nú, að til þess gætu legið fleiri ástæður, að grípa þyrfti til heimildarlaga, í því skyni að takmarka verð á innlendri vöru, og þarf jeg ekki að nefna þess mörg dæmi. Það gæti t. d. hugsast, a framleiðendur í heilu bygðarlagi gjörð samtök um það, að halda vöruverð óeðilega háu, og þá væru engin ráð við slíkum samtökum ef fylgt væri skýringum nefndarálitsins, og ætti þess þó eigi síður að þurfa þá en gegn einstökum smásölum.

Jeg skal leyfa mjer að benda á það, að jeg hygg, að þessi hörðu orð stafi mest af hræðslu við það, að ef til þess skyldi koma, að neyð yrði í bæjum og kauptúnum, þá mundi verða gripið í taumana og innlenda varan útveguð fyrir lægra verð en það, sem menn annars gætu keypt hana fyrir. Slíkt liggur nú að vísu ekki fyrir nefndinni, en jeg er samt þeirrar skoðunar, að betra væri að eiga hömlur í þessa átt, ef hægt væri. Til þeirra yrði aldrei gripið, nema brýna nauðsyn bæri til, og um óhæfilega hátt verð væri að ræða. Og að ætla sjer að miða við hitt, að mega aldrei setja niður verð á innlendri vöru úr því, sem fyrir hana kann að fást erlendis, það gæti orðið hál braut. Menn hugsi sjer t. d. að einhver vara yrði algjör bannvara. Þá gæti hugsast, að kaupmenn byðu voðahátt verð í hana til útlanda, vegna áhættunnar, sem því væri samfara, að koma henni þangað. Jeg nefni þetta að eins til þess að sýna það, að ýmsar ástæður geta verið til, sem skapa hærri tilboð í útflutta vöru, en nokkurt vit er i, að borga þurfi fyrir hana hjer innan lands.

Jeg skal og drepa á, að menn myndu telja það heppilegt, að tveir menn úr flokki framleiðanda ættu sæti í nefndinni, og er það alls ekki hugsað sem vantraust til þeirra manna, sem nú eiga þar sæti.