26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í B-deild Alþingistíðinda. (1356)

40. mál, gullforði Íslandsbanka

Ráðherra :

Jeg get ekki verið á sama máli og þeir tveir háttv. þm. (B. K. og H. H.), sem síðast töluðu. Eins og jeg tók fram áðan, skilst mjer að landsstjórnin hafi það í hendi sinni, að nema ekki lögin úr gildi jafnskjótt og frjett kemur um, að vopnahlje hafi orðið. Hún getur hagað því svo sem hentugast þykir. Jeg get því ekki sjeð, að nein hætta sje búin bankanum nje landinu, þó að þetta ákvæði standi ekki í lögunum. Auk þess eru sum fyrirmæli í þessum lögum, sem aldrei hafa verið notuð, t. d. ákvæðið um sparisjóðina. Jeg veit ekki betur en að allir sparisjóðir á landinu hafi haldið áfram viðskiftum einum á sama hátt og áður,

þrátt fyrir lögin. Eins er um póstávísanirnar. Póstmeistarinn hefir ekki sjeð neina ástæðu til að nota ákvæði laganna um þær. Það er því að eins ákvæðið um seðla Íslandsbanka, sem, þarf að taka tillit til, eftir þeirri reynslu, sem nú er fengin. En jafnvel þó lögunum þyrfti að beita að öðru leyti, þá sje jeg ekki að brtt. nefndarinnar sje á nokkurn hátt nauðsynleg. — Eins og jeg sagði áðan, finst mjer þetta ákvæði ankanalegt. Það er eins og Alþingi gjöri fastlega ráð fyrir því, að ófriðurinn standi í tvö ár, en hvorki meira nje minna.