12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 624 í B-deild Alþingistíðinda. (1371)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Guðmundur Eggerz:

Mjer skilst, að þetta sjeu óþarfa hnútur hjá háttv. framsögum. (M. Ó.) í svona máli, enda fór hann með ósatt mál, er hann sagði, að ekki hefði komið upp neinn ágreiningur í nefndinni. Jeg sagði honum frá því, er jeg skrifaði undir nefndarálitið, að jeg ætlaði að koma með svona brtt. Jeg sje ekki ástæðu til að kenna við þennan skóla nema eitt höfuðmál, og minsta kosti er óþarfi að vera að kenna þar dönsku. Eða hví vill háttv. framsögum, ekki láta kenna þar norsku eða sænsku. Jeg ætla að segja háttv. framsögumanni það, að honum væri betra, að hafa aldrei lært dönsku, þá væri hann ekki að sletta jafn óþinglegum orðum sem »möj« og »kvæk«.