12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í B-deild Alþingistíðinda. (1374)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Framsm:

(Matthías Ólafsson) : Það er alveg nýtt í þingsögunni, að hv. þm Dal. (B. J.) uppgötvi, að 2. þm. S.-Múl. (G. E.) hafi rjett fyrir sjer. En verði honum að góðu. Jeg skal reyna að vera stuttorður; skal einugis taka það fram, að hæstv. ráðherra hefir sagt mjer, að það væri nú fengin vissa fyrir, að íslenskir vjelstjórar geti fengið atvinnu á dönskum skipum, en vitanlega verða þeir þá að kunna dönsku. Víð Íslendingar: erum siðferðislega skyldugir til þess, að gjöra ekki vjelstjórum okkar örðugra fyrir en þörf krefur, þegar ekki er nema lítil atvinna, sem við getum veitt þeim hjer á landi, og sama sem enginn kostn aður er fyrir okkur að gjöra þetta.