17.08.1915
Neðri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Framsögum. meiri hl. (Björn Kristjánsson) :

Það var eitt atriði í ræðu háttv. framsm. minni hlutans, er jeg vildi athuga, þar sem hann segir, að erlendir bankar hafi aldrei flutt að seðla annara ríkja. Þetta getur vel verið. En hvers vegna er Íslandsbanki nú að flytja inn útlenda seðla? Af því örðugleikar eru á, meðan á stríðinu stendur, að flytja inn gull. En þegar stríðið er á enda, getur hann flutt inn gull í stað seðla; það kostar hann hjer um bili jafn mikið, og alls eigi ókleift að flytja gull að nú, þó það kosti heldur meira, og ófáanlegt er það ekki.