20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (1479)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Guðmundur Hannesson:

Mjer skildist svo á orðum háttv. 2. þm. Rvík (J. M.), að ekkert gjald hvíldi að jafnaði á því, sem gulltrygging væri fyrir. En þótt tillaga okkar yrði samþykt, þá yrði gjaldið aldrei nema 5% af því, sem fram yfir fer það, sem bankinn hefir úti um fram ½ milljón, svo að ætíð yrði nokkur hagur að því fyrir bankann að nota þetta. .

Ef hin tillagan á þgskj. 446 yrði samþykt, þá má vera, að væri til of mikils mælst, að bæði yrði hún og tillaga okkar samþykt. Mjer er það ekki heldur fullljóst, hve mikils virði það er fyrir Landsbankann, að slíkt skipulag kæmist á, en væntanlega gefur hv. 1. þm. G.-K. (B. K.) greinilegar upplýsingar um þetta atriði.