20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (1482)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Hannes Hafstein:

Jeg get látið mjer nægja, að skírskota til ummæla háttv. framsögum. minni hl. (J. M.).

Jeg skal að eins taka það fram, að jeg tel till. á þgskj. 458 alveg vanhugaaða; og verði hún samþykt, mun varla til þess koma, að bankinn noti heimildina. Ástæðan til þess, að bankinn fór fram á þessa heimild, var sú, að honum þótti betur við eiga í alla staði að unt væri að nota til innanlandsviðskiftanna innlenda seðla, heldur en að bankinn neyðist til annars hvors, að neita mönnum um nauðsynlegt starfsfje eða flytja inn útlenda seðla. En sje þess viðauki samþyktur, þá yrði bankanum bæði hagfeldara og ódýrara að fá seðla frá útlöndum, heldur en auka seðlaútgáfu sína með slíkum kjörum. Að minni hyggju væri oss miklu sæmra að taka þetta hjá sjálfum oss heldur en vera að hjálpa útlendum bönkum til að selja sína seðla í veltu hjer á landi.