30.07.1915
Neðri deild: 20. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

45. mál, ráðstafanir út af Norðurálfu-ófriðnum

Björn Kristjánsson:

Jeg á hjer mjög stutta brtt. á þgskj. 102, en allþýðingarmikla. Hún fer fram á það, að lánsheimildina megi ekki nota, nema brýn þörf sje til. Eins og orðalagið er nú, finst mjer það teygjanlegt, og ekki að vita, hve gætnir menn verða í nefndinni.

Að öðru leyti ætla jeg mjer ekki að blanda mjer inn í umræðurnar.