06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 843 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

45. mál, ráðstafanir út af Norðurálfu-ófriðnum

Sigurður Eggerz:

Það þarf ekki að liða á löngu að heimildarlögin frá þinginu verði afgreidd, og má þá fá þau staðfest símleiðina. Eðlilegt er, að stjórnin vilji hafa einhverja heimild bak við sig, en mjer skildist svar hæstv. ráðherra vera svo óákveðið, að full ástæða sje að koma með þingsályktunartillögu, í þá átt, er jeg hefi getið um, svo eitthvað verði gjört sem fyrst í málinu.