28.07.1915
Neðri deild: 18. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Pjetur Jónsson:

Jeg hefi leyft mjer að koma fram með brtt, á þgskj. 120, um að þessi lög komi ekki til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1918. Það, sem orsakar að jeg gjöri þetta, er það að jeg get ekki sjeð, að það væri rjett eins og nú standa sakir, að taka fje hjá landssjóði og setja í sjerstakan sjóð, síst svo að nokkru nemi eða fram það, sem lög þegar standa til. Vegna fyrirsjáanlegrar dýrtíðar verður maður að neita sjer um svo margt og strika mikið út úr fjárlögunum og mun hver maður sjá, að það er ekki síður ástæða til að fresta þessu, heldur en ýmsum öðrum framkvæmdum, sem við verðum að láta sitja á hakanum. Jeg er ekki að draga úr tilgangi sjóðsins með þessu en það verður að hafa það, þótt hann vaxi ekki meira á næstu tveimur árum, heldur en núgildandi lög standi. Jeg held að jeg þurfi ekki að leiða nánari rök að þessu, því að það er skilið hverjum manni.