02.08.1915
Neðri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

70. mál, Hafnarfjarðarvegur

Ráðherra:

Það er víst alveg rjett, sem háttv. 1. þm. G. K. (B K ) hjelt fram, að best verði að gjöra veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar að þjóðvegi. Enda mælir engin sanngirni með því, að Kjósarsýsla að minsta kosti sjái um; viðhald vegarins.

En hvað áhrærir álit landsverkfræðingsins um þetta mál, þá hefir hann bent á tvær leiðir. Önnur er sú, að gjöra veginn að þjóðvegi, eins og háttv. flutningsm. (B. K.) tók fram, eða þá að ákveðið verði með lögum, að Hafnarfjörður haldi við 1/3 hluta vegarins, Gullbringusýsla 1/3, hluta og Reykjavík 1/3 hluta. Jeg læt þessa getið af því, að einungis fyrri leiðin kom fram hjá háttv. flutningsmanni. Mjer er sama hvor leiðin er farin, en ákveða verður hver eigi að hafa viðhaldið á hendi, því að vegurinn er mjög fjölfarinn.

Hygg jeg, að rjett sje, að vísa málinu til nefndar þeirrar, er kosin var hjer áðan, og á að fjalla um breytingar á lögum um vegi.