02.08.1915
Neðri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

68. mál, útflutningur hrossa

Flutnm. (Sveinn Björnsson) :

Það er sama um þetta mál að segja og hið næst á undan, að það kemur hjer fram að tilhlutun Dýraverndunarfjelagsins í Reykjavík. Það þarf ekki að fjölyrða um þetta frv. Það eru margir, er finna mjög til þess, að hörmung sje til þess að vita, að hestar skuli vera fluttir út að vetrarlagi, þegar verstu stormviðri og kuldatíð er. Og þeir, sem hafa sjeð hesta um borð, vita hversu afarilla þeim líður.

Annars er þetta mál líks eðlis og málið hjer á undan (Dýraverndun), og að umræðunni lokinni vil jeg óska, að því verði vísað til sömu nefndar.