23.08.1915
Neðri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

87. mál, lögtak og fjárnám

Framsögum. meiri hl. (Sveinn Björnsson):

Jeg vildi að eina leyfa mjer að gjöra örstutta athugasemd, ef hún mætti verða til þess að breyta skoðunum háttv. þm. N.-Þing. (B. S.), Hann álítur ekki nægilega tekið fram hvort lögtaksrjetturinn skuli ná til gjafa. En í frumv.stendur: »enda sje niðurjöfnunin staðfest af stjórnarráðinu«, svo grundvöllurinn er svo skýr og ákveðinn, sem mest getur verið. Svo ef hv. þm. N.-Þing. (B. S.) hefir ekki aðra ástæðu fram að færa fyrir skoðun sinni, þá getur hann vel greitt frumv. atkv. sitt. Hann talaði og um, að þessi áskorun væri komin frá að eins einni fríkirkju af þremur hjer í bænum. En jeg hygg, að oft sje því þannig varið, að ef löggjafarþing samþ. einhver lög, sem veita einhverri stjett manna, sjerstök hlunnindi eða rjettindi, þá sje það ekki alt af af því, að meiri hluti þeirrar stjettar manna hafi farið fram á það við þingið, að þeir fengju þessi rjettindi. Ef nú þessi rjettindi væri þannig löguð, að þau skylduðu söfnuðina að ná inn gjöldum einum með lögtaki, þá væri skiljanlegt, að mönnum þætti það óviðkunnanlegt ákvæði, en það er svo langt frá að þetta sje tilfellið, að frumvarpið heimilar að eins lögtak, en býður það ekki. Jeg hefi því fylstu ástæðu til þess að halda, að háttv. þm. N.-Þing. (B. S.) greiði frumv. atkvæði sitt við 3. umr, þegar jeg hefi leiðrjett þenna misskilning.