07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (1737)

88. mál, sjúkrasamlög

Flutnm. (Sveinn Björnsson):

Hjer er um einfalt mál að ræða. Frv. er komið fram samkvæmt óskum sjúkrasamlaganna hjer á landi. Það fer sumpart fram á það, að landssjóðsstyrkurinn til sjúkrasamlaganna sje hækkaður, og sumpart að hækka launatakmarkið.

Þar sem nú gjöra má ráð fyrir, að þingið nú sje sama sinnis, sem þingið 1911, þá vænti jeg, að frv. fái góðan byr, og muni jeg því ekki þurfa að lýsa því, hve þörf þessi stefna er, og hver blessan fylgir henni.