31.08.1915
Neðri deild: 47. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (1753)

107. mál, skoðun á síld

Framsm. (Matthías Ólafsson) :

Þetta frv., sem hjer er um að ræða, kom fyrst fram í háttv. Ed. Ástæðan er sú, að það er í fyrsta skifti í ár, að síld er veidd fyrir Vesturlandi til útflutnings, og má búast við, að svo verði framvegis. Þess vegna er nauðsynlegt, að hafa þar síldarmatsmann, eins og t. d. á Siglufirði. En í háttv. Nd. komu fram tilmæli um það, að best myndi að binda ekki starfssvið hans við Bjargtanga, heldur við Öndverðanes, þar eð líkur væru til, að farið yrði að veiða síld á Breiðafirði áður en langt um liði. Nefndinni virðist það sennilegt og sanngjarnt, að hann sitji þá á Ísafirði og hafi svo yfirsókn alt til Öndverðaness. Nefndin hefir því leyft sjer að koma fram með brtt. í þessa átt, og ræður svo hátt. deild til að samþykkja frv. með þeirri breytingu.