31.08.1915
Neðri deild: 47. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (1781)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Framsm. .(Sigurður Eggerz) ; Nefndin hefir ekki sjeð ástæðu til þess, að koma fram með nema 2 breytingartillögur. Fyrri brtt. er að eins til þess, að fá skýrara orðalag. Prentvilla er þar þó; orðið »til« á að falla burt, en komma að koma í staðinn.

Hin brtt. lýtur að loftskeytunum. Samkvæmt ritsímalögunum er heimilt, að láta reisa loftkeytastöð, er dragi til útlanda, en hins vegar mun ekki heimilt samkvæmt þeim að reisa minni stöð. Samkvæmt breytingartillögunni, ef hún verður samþykt, er þessi heimild veitt. Nefndin mælir öll með því, að þessi heimild sje ákveðin í lögunum, en um hitt er ágreiningur nokkur í nefndinni, hvort ástæða væri til að ýta undir stjórnina eða eigi í þessu máli. Gjöri jeg ráð fyrir, að háttv. nefndarmenn gjöri grein fyrir þessum ágreiningi í ræðum sínum; en að því er snertir mig persónulega, þá skal jeg taka það fram, að jeg tel rjett, að stöð þessi verði reist sem fyrst.

Að öðru leyti skírskota jeg til nefndarálitsins.