09.09.1915
Neðri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (1816)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Guðmundur Eggerz :

Jeg hefi ekki meir en svo haft tíma til að átta mig á brtt., en það sje jeg, að 3. brtt. (við 3. gr.) er tómt kák og gjörir frv. á engan hátt aðgengilegra en áður. Hjer er því að eina bætt inn í, að skipatjórar skuli því að eins bera ábyrgð á innflutningi áfengis, að ekki sannist brotið á neinn annan skipverja. Verður það nú þeim mun rjettara að skella skuldinni á skipstjóra, sem skipverjar hans eru slungnari lögbrjótar? Þetta er bara hlægilegt.

En svo er brtt. í stað 4. gr., sem var feld hjer á dögunum, eina og menn muna. En hjer er nú komin fram brtt., sem er alveg sama efnis og sú grein var, og held jeg því fastlega fram, að þetta sje brot á þingsköpunum, og leyfi mjer af þeim ástæðum, að krefjast úrskurðar hæstv. forseta um það, hvort sú brtt. megi koma hjer til atkvæða eða eigi, því að þótt margt megi líða þeim herrum, sem hjer eru að káka við lagabreytingar, þá ætti þeim þó ekki að vera heimilt að brjóta þingsköpin á þenna hátt.