02.09.1915
Neðri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

120. mál, þingsköp Alþingis

Framsögum. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Þetta mál virðist ætla að verða flækjur miklar, og brtt. þær, er nú hafa komið fram, sýnist mjer fremur lítið í varið. Jeg hygg því, að ráðlegast væri, að afgreiða ekki málið til fulls á þessu þingi, en breyta að eina núgildandi þingsköpunum á þann hátt, er ekki verður hjá komist vegna stjórnarskrárbreytingarinnar.

Jeg skal byrja á síðasta atriðinu í ræðu háttv. framsögum. meiri hlutans (J. M.), og minna á það, að eftir mínum skilningi liggur í orðinu »má«, að skrifstofustjóri hafi heimild til þess, að gjöra tillögur um starfsmenn við þingið. Það er auðvitað sjálfsagt, a,ð hann hafi tillögurjett um starfamenn skrifstofunnar, sem beinlínis stendur undir hans stjórn, og hann ráði mestu um ráðningu þeirra. Hina vegar fæ jeg ekki sjeð, að hann þurfi að gjöra tillögur um deildarskrifara, því að þeir standa á engan hátt undir hans umsjón, og jeg er óviss um, að hann sje yfirleitt á neinn hátt kunnari hæfileikum slíkra manna en forsetar sjálfir; þess vegna er rjett, að orðalagið standi svo, að hann megi gjöra tillögur um þetta.

Jeg varð hissa þegar jeg sá brtt. hv. 2. þm. Rvk. (J. M.) um að fella eiðstafinn burtu. Jeg hafði ekki hugsað mjer að þann flokk, er stóð að baki Marðareiðsins, hefði tekið það svona sárt, að hann skyldi falla. Jeg gat ekki sjeð, að aðfinslur hans að mínu orðalagi, sem vel má raunar játa, að getur staðið til bóta, væru á rökum bygðar. Það er vitanlega lögeiður, sem maðurinn vinnur að stjórnarskránni, þar sem það er eiður, ákveðinn með lögum. Auðvitað hefir enginn ætlast til þess, að hann færi að rjetta upp fingurna, þegar hann ynni eiðinn. Mjer virðist því kenna talsverðs útúrsnúnings hjá háttv, þm. (J. M.) í þessu. Annars skal jeg kannast við, að það er smávægilegt atriði, á hvaða hátt, eða í hvaða formi, þingmaður gefur yfirlýsing um, að hann muni ekki brjóta stjórnarskrána.

Fyrsta brtt. mín er alveg sjálfsögð, enda kannaðist hv. frsm. meiri hl. (J. M.) við það, að sjálfsagt væri að hækka kaup akrifatofuatjóra, þar sem ætlast væri til þess, að hann annaðist prentun og útgáfu Alþingistíðindanna.

Önnur brtt. mín miðar að eins að því, að hægt sje að kjósa þann mann til framsögumannns nefndar, sem best er til þess fallinn í það og það skiftið. Eftir því sem frv. er nú orðað, getur formaður aldrei verið framsögumaður í máli, en það getur oft komið fyrir, að hann sje best til þess fallinn. Þess vegna vil jeg ekki útiloka hann frá þessu starfi, og brtt. mín miðar í þá átt.

Þriðja brtt. mín er svo einföld, að hún getur ekki valdið deilum. En það er viðfeldnara, að frumvarpið verði afgreitt til fullnustu með nafnakalli og vænti jeg, að háttv. þm. geti fallist á það.

Fjórða brtt. er við brtt. háttv. 1. þm. G.- K. (B. K.). Verði hana brtt. samþykt, þá vil jeg líka hafa það inn í hana, að það sje að eins við 3. umr., að nefndin geti útilokað einstaka þingmenn frá tillögurjetti. Það er nóg, að þessir spekingar, sem alt af eru að tala um, að það sje hin mesta fjarstæða, að einstakir þingmenn megi koma með tillögu um 100–1000 kr. útgjöld úr landssjóði, geti útilokað þingmenn og kjördæmi frá því, að koma með þessar smá-tillögur sínar við 3. umr. Annara er jeg hræddur um það, að þessi 12 manna þingskapanefnd úr báðum deildum, hafi ekki tekið eftir því, hve dásamlega þetta ákvæði kemur niður í Ed. Þar sitja 14 manna og forseti er ætlast til að hafi atkvæðisrjett. Hvað er 2/3 úr 14? Það er 9 og brot. Til þess að koma fram fjárveitingu þar, sem nefndin leggur á móti, þarf því 10 atkvæði, eða með öðrum orðum : Það þarf einn mann eða tvo úr nefndinni, og hann þarf að hafa fengið alls aðra þingmenn en nefndarmenn. með sjer. En hvað þýðir þétta þá? Ekkert annað en það, að fjárveitingavaldið í Ed. er fengið nefndinni einni í hendur. Á þessu sjest, hversu vel meiri hlutinn hefir reiknað þetta út. Honum ætti nú að lærast, hvað þetta hefir að þýða og sjá það, að ákvæðið um 2/3 dugar ekki; það verður að finna einhverja aðra tölu, ef á að keyra þetta í gegn. Annars býst jeg varla við, að menn sjeu svo sólgnir í að fjötra sitt eigið frelsi, til þess að gjöra tillögu um fjármál, að þeir greiði þessu atkvæði, þótt þeir sjái hvernig það kemur niður í Ed. Jeg þykist nú hafa gjört það, sem í mínu valdi stendur, til þess að sýna fram á, hve rangt það er og hlægilegt, að ætla að blása tillögur manna í fjármálum upp í stórmál, sem miklu meira varði en t. d. refsilög, sem varða líf manna og æru, en engum dettur í hug, að krefjast ákveðins meiri hluta til þess, að gild sjeu.

Með öðrum orðum : Smá-fjárveitingar eru gjörðar að mestu velferðarmálum landsins, og þau á að tryggja betur en nokkuð annað, að ekki komist fram. En enga trygging þarf við því, að einhver maður felli burt fjárveitingar til skaða þjóðinni. Það er alveg eins og mönnum sje ókunnugt um, að oft er meiri skaði að því, að veita ekki tiltekna fjárupphæð, heldur en að veita hana. Það er miklu nær að tryggja það, að einhver nískur maður drepi ekki fyrir manni listamenn eða listamannaefni, heldur en að sporna við því, að einstakir menn fái veittar smáupphæðir til fyrirtækja og annars, sem þeir vita vel, að full þörf er á. Mig hefir oft undrað, hve þinginu ferst oft illa við mennina, rjett eins og um hunda eða ketti væri að ræða. Menn ættu þó að vita það, að einn afburðamaður er meira virði en alt, sem stendur í fjárlögunum. Jeg vil minna menn á, að hugsa sig betur um það sem jeg sagði við 2. umr., að þetta ákvæði, sem þá gekk fram, er brot á stjórnarskránni. Jeg vil biðja menn að vara sig á dómi eftirtímana, sem vel getur komið fram fyrir næsta þing. Jeg hefi nú aðvarað menn full ljóslega.