10.07.1915
Efri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Ráðherra:

Frv. þetta miðar í sömu átt, sem næsta frv. á undan, um vjelgæsluna, nefnilega að herða á kröfunum um þekking vjelstjóra.Nú er vjelafræði aðeins kend í sjerstakri deild í stýrimannaskólanum, en frv. þetta fer fram á, að settur verði á stofn sjerstakur skóli í vjelafræði. Frv. mun að vísu hafa nokkurn kostnað í för með sjer, ef það verður samþ., en væntanlega verður það frv. ekki að falli, því að ætla má, að allir verði sammála um, að ekki tjái annað, en að sjá íslenskum vjelamönnum fyrir slíkri fræðslu, sem talin er nauðsynleg í öðrum löndum.