23.08.1915
Neðri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1073 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Framsögum. (Þórarinn Benediktsson):

Þrátt fyrir það, að við flutningsmenn erum ekki allskostar ánægðir með frumvarpið í þeirri mynd, er það fjekk við 2. umr., hefir okkur komið saman um, að mæla með því, að það verði samþykt og háttv. Ed. gefist kostur á að lagfæra það, sem athugavert er við það. Jeg lýsti göllum þeim, er að mínu áliti eru á frumv., við 2. umræðu, og skal ekki fara að endurtaka það.

Jeg skal — vegna þess, að okkur hefir komið saman um að mæla með að frv. verði samþykt — leyfa mjer, fyrir hönd meðflutningsmanns míns, að lýsa því yfir, að hin rökstudda dagskrá, er hann talaði um við 2. umr., kemur ekki fram.