30.07.1915
Efri deild: 19. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Eiríkur Briem:

Það hefir tekist svo óheppilega til, að úr 3. breytingartillögu nefndarinnar, staflið d, hafa fallið orðin „yfirvjelstjóri eða“. Greinin á að hljóða svo: Sá sem fengið hefir vjelstjóraskírteini eða undanþáguleyfi til að vera yfirvjelstjóri eða undivjelstjóri o. s. frv.

Háttv. þm. Vestm. (K. E.) kom fram með þá breytingartillögu, sem prentuð er á þgskj. 150 og gengur út á að breyta undirvjelstjóri í yfirvjelstjóri. Sú tillaga kom svo seint fram, að nefndin átti ekki kost á að athuga hana. Jeg er ekki á móti því að samþykkja þá breytingu.

Fyrir hönd nefndarinnar vil jeg svo koma fram með þá tillögu, að málinu verði vísað til 3. umræðu.